Ekki snerta jörðina - Leikir 10 ára barna


Halló, velkomin

fotbolti-b

Velkomin

Verið velkomin á heimasíðu farandsýningarinnar Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna.

Sýningin er afrakstur rannsóknar um leiki 10 ára barna á Íslandi veturinn 2009-2010. Með því að tví-smella á kassana hér til hliðar má fá nánari upplýsingar um rannsóknina og sýninguna. Einnig er skrá yfir leiki, bæði þá sem voru vinsælastir hjá krökkunum sem tóku þátt í rannsókninni og nokkra skemmtilega gamla leiki. Í kassanum „fyrir kennara“ má finna verkefni og fleira sem kennarar geta nýtt við kennslu í tengslum við leiki barna fyrr og nú.Sýningin

Opnun í Árbæjarsafni

Föstudaginn 1. júní 2012 var sýningin Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna opnuð í Árbæjarsafni. Hér má sjá nokkrar myndir frá opnuninni.

Lesa meira
Ekki snerta jörðina á Eyrarbakka 1

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka

Fimmtudaginn 11. ágúst var sýningin opnuð í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Hér má sjá nokkrar myndir frá opnuninni.

Lesa meira
Ekki snerta jörðina! 2

Sýningin í Þjóðminjasafni Íslands

Farandsýningin Ekki snerta jörðina - leikir 10 ára barna hóf för sína um landið í Þjóðminjasafni Íslands. Þar var sýningin opnuð 14. apríl 2011 og vakti mikla lukku gesta á öllum aldri.

Lesa meira

Farandsýningin er farin af stað!

Fimmtudaginn 14. apríl 2011 var sýningin Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna opnuð í Þjóðminjasafni Íslands. Þetta er fyrsti viðkomustaður sýningarinnar af mörgum, en í lok júlí verður hún tekin niður og send í hringferð um landið. Í framhaldinu verður hún sett upp ýmist í söfnum eða skólum, en hér má fylgjast með ferðum hennar um landið.

Lesa meira


Rannsóknin

Hvernig leika börn sér í dag?

Hvernig leika börn sér í dag? Þessi spurning var hvatinn að rannsókn á leikjum 10 ára barna árið 2009. Söfnin sem stóðu að rannsókninni voru Árbæjarsafn, Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Lækningaminjasafn Íslands í Nesi, Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum, Minjasafnið á Akureyri, Þjóðfræðistofa á Hólmavík og Þjóðminjasafn Íslands.

Lesa meira

Fyrir kennara

1_krona-a

Fyrir kennara

Hér má finna verkefni í tengslum við sýninguna sem nýta má við kennslu. Verkefnin er bæði hægt að skoða á síðunni og sækja í .pdf.

Lesa meira