Skólahópar

Skipulagðar heimsóknir

Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu fyrir skólahópa í Þjóðminjasafninu á Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Tekið er á móti hópum í leiðsögn og fræðslu í Þjóðminjasafninu á Suðurgötu, en einnig geta kennarar farið um sýningar með nemendur á eigin vegum. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu er boðið upp á fræðsluefni sem ætlað er hópum á eigin vegum um Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.safnahusid.is/fraedsla/#fill-skolaheimsoknir. Safnkennari Árnastofnunar veitir fræðslu fyrir nemendur um handritin á sýningunni í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.arnastofnun.is/page/handrit_a_syningum.

Safnkennarinn tekur á móti bekknum í anddyri safnsins. Nemendur þurfa ekki að hafa neitt meðferðis í heimsóknina og best er að skilja töskur eftir í skólanum. Kennarar taka þátt í heimsókninni og eru starfsmönnum Þjóðminjasafns Íslands innan handar. Tekið er á móti einum bekk hverju sinni. Hver heimsókn tekur að meðaltali um 60 mínútur. Kennarar eru hvattir til að undirbúa heimsóknina vel svo hún gagnist skólastarfinu sem best. Hér til hægri er dagskrá fyrir hvert skólastig.

Bókanir

skólaheimsókn

Tekið er á móti hópum í Þjóðminjasafni Íslands á virkum dögum, nema mánudögum, frá kl. 9 – 16. Hópar á eigin vegum koma á tímabilinu kl. 10 – 17, þegar sýningar standa opnar. Bókið heimsókn í Þjóðminjasafnið á Suðurgötu eða Safnahúsið við Hverfisgötu með góðum fyrirvara. Í bókuninni þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram: Nafn skólans, árgangur, fjöldi nemenda í bekknum og fjöldi kennara, símanúmer, óskir um dagsetningu og tíma, sérþarfir nemenda og önnur atriði sem kemur sér vel fyrir safnkennara að vita. Öll fræðsla fyrir skólahópa er ókeypis.

Bókun skólahópa í leiðsögn á Þjóðminjasafnið á Suðurgötu: kennsla@thjodminjasafn.is og sími 5302254 eða 5302255.
Bókun heimsókna á eigin vegum á sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu: bokun.safnahusid@thjodminjasafn.is og sími 5302210 eða 5302222.