Skólahópar

Skipulagðar heimsóknir

Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu fyrir skólahópa í Þjóðminjasafni Íslands. Skólaheimsóknir verður að panta fyrirfram hjá safnkennurum á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is. Ýmist er tekið á móti hópunum í leiðsögn og fræðslu um safnið, eða þá að kennarar geta farið um safnið með nemendur á eigin vegum. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu er boðið upp á fræðsluefni sem ætlað er hópum á eigin vegum. Vinsamlegast látið vita af fyrirhugaðri heimsókn á netfangið bokun.safnahusid@thjodminjasafn.is .

Kennarar eru beðnir um að taka þátt í heimsókninni í Þjóðminjasafnið og vera starfsmönnum innan handar. Tekið er á móti einum bekk hverju sinni. Hver heimsókn tekur að meðaltali um 60 mínútur eftir umfjöllunarefni þess bekkjar sem við á. Skólahópar mæta við aðalinngang safnsins þar sem safnkennarar taka á móti þeim. Nemendur þurfa ekki að hafa neitt meðferðis fyrir heimsóknina og best er að skilja töskur eftir í skólanum. Kennarar eru hvattir til að undirbúa heimsóknina vel svo hún gagnist skólastarfinu sem best. Dagskrá sem í boði er fyrir fyrir hvert skólastig má sjá í veftré hér til hægri.

Bókanir

skólaheimsókn

Til að óska eftir heimsókn í Þjóðminjasafnið er best að kennarar sendi tölvupóst með góðum fyrirvara. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Nafn skólans, nafn kennara og símanúmer, fjöldi nemenda í bekknum, óskir um dagsetningu og tíma, sérþarfir nemenda og önnur atriði sem kemur sér vel fyrir safnfræðslufulltrúa að vita um. Öll fræðsla fyrir skólahópa er ókeypis.

Vinsamlegast sendið beiðni til að bóka skólahópa á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302200.