Grunnskólar

1.-2. bekkur í Þjóðminjasafni

Í heimsókninni fá nemendur að kynnast safninu og safnkosti grunnsýningarinnar. Sérstök áhersla er lögð á daglegt líf á heimilum fram á 20. öld, til dæmis matseld og leik. Nemendur fá að snerta og nota eftirgerðir til að setja sig í spor forfeðra við leik og störf. Skoðuð verður baðstofa úr torfbæ og velt vöngum yfir hvernig lífið hafi verið áður fyrr.

Lesa meira

5.- 10.bekkur í Þjóðminjasafni

Í nóvember 2016 var opnuð sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins sem nefnist Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. Sýningin byggir á rannsóknum mannfræðinganna Kristínar Loftsdóttur og Unnar Dísar Skaptadóttur og  nemenda þeirra við Háskóla Íslands. Á sýningunni er dregið fram að saga og samtími Íslands hefur einkennst af þverþjóðlegum tengslum rétt eins og annarra landa í heiminum. Ísland hefur þannig verið vettvangur hreyfanleika fólks og hugmynda í gegnum aldir. Lesa meira

3.-4. bekkur í Þjóðminjasafni

Í heimsókninni er áhersla lögð á að kenna nemendum á grunnsýningu safnsins svo þeir geti auðveldlega heimsótt safnið á eigin vegum í framtíðinni. Sagan er sögð í tímaröð og gegnir tíminn miklu hlutverki í heimsókninni. 

Lesa meira

5.-6. bekkur í Þjóðminjasafni

Í heimsókninni er fjallað um landnámið og skoðaðar fornleifar sem eru einstakar fyrir Þjóðminjasafnið. Nemendur klæðast landnámsbúningum sem merktir eru nöfnum úr Landnámu meðan á heimsókninni stendur.

Lesa meira