Grunnskólar

1.-2. bekkur í Þjóðminjasafni á Suðurgötu

Í heimsókninni fá nemendur að kynnast safninu. Lögð er sérstök áhersla á daglegt líf á sveitaheimilum á Íslandi fram á 20. öld, svo sem matseld, tóvinnu og leik. Nemendur fá að handfjatla eftirgerðir gripa til að setja sig í spor heimilisfólks torfbæja við leik og störf. Baðstofa er skoðuð og vöngum velt yfir því hvernig lífið hafi verið áður fyrr.

Lesa meira

3.-4. bekkur í Þjóðminjasafni á Suðurgötu

Í heimsókninni er áhersla lögð á að kenna nemendum á grunnsýningu safnsins svo þeir geti auðveldlega heimsótt safnið á eigin vegum síðar meir. Á grunnsýningunni er sagan sögð í tímaröð og gegnir tíminn miklu hlutverki í heimsókninni.

Lesa meira

5.-6. bekkur í Þjóðminjasafni á Suðurgötu

Í heimsókninni er fjallað um landnámið og skoðaðar fornleifar frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi. Þjóðminjasafnið nýtur þeirrar sérstöðu skv. lögum að bera ábyrgð á varðveislu allra jarðfundinna gripa. Nemendur klæðast landnámsbúningum sem merktir eru nöfnum úr Landnámu meðan á heimsókninni stendur. 

Lesa meira

7.-8. bekkur í Þjóðminjasafni á Suðurgötu

Þjóðminjasafnið varðveitir marga gripi sem tengjast trúarlífi Íslendinga fyrr á öldum. Í heimsókninni er farið yfir trúarsiði Íslendinga frá landnámi og fram yfir siðaskipti. 

Lesa meira

9.-10. bekkur í Þjóðminjasafni á Suðurgötu

Í heimsókninni er fjallað um tæknibreytingar í aldanna rás, með áherslu á þær miklu breytingar sem urðu á 20. öld. Fjallað er um tæknibreytingar út frá sýningargripum sem gefa innsýn í hvernig verkin voru unnin áður fyrr. Aðferðin er borin saman við það hvernig verkið er leyst af hendi í dag. Ljósmyndir frá 20. öld eru sýndar nemendunum á skjá í kennslustofu. Þróun í samgöngum, fjarskiptum og húsagerð er til umfjöllunar ásamt aukinni sérhæfingu starfa og þróun verslunar og neyslumenningar. Áhrif þróunarinnar á lífsstíl og dægurmenningu eru rædd og það hvernig samspil margra þátta, þ. m. t. hersetunnar, gerir öldina ólíka fyrri öldum.

Lesa meira

5.- 10.bekkur í Þjóðminjasafni

Í nóvember 2016 var opnuð sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins sem nefnist Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. Sýningin byggir á rannsóknum mannfræðinganna Kristínar Loftsdóttur og Unnar Dísar Skaptadóttur og  nemenda þeirra við Háskóla Íslands. Á sýningunni er dregið fram að saga og samtími Íslands hefur einkennst af þverþjóðlegum tengslum rétt eins og annarra landa í heiminum. Ísland hefur þannig verið vettvangur hreyfanleika fólks og hugmynda í gegnum aldir. Lesa meira

1.-3. bekkur í Safnahúsinu

Á 2. hæð Safnahússins er sýningarhluti sem fjallar um okkar innra líf, allt frá tilfinningum til heimilis. Sýningarhlutinn kallast Inn og skiptist í þrjú rými.

Lesa meira

4.-7. bekkur í Safnahúsinu

Á 1. hæð Safnahússins er sýningarhluti sem kallast Upp og fjallar um það sem við horfum upp til, eins og til dæmis valdhafa, þá sem ráða, leiðtoga, kóngafólk og trúarleiðtoga. 

Lesa meira

8.-10. bekkur í Safnahúsinu

Á 3. hæð Safnahússins er sýningarhluti sem fjallar um mannsævina og kallast "Frá vöggu til grafar". Í heimsókninni skoðar hópurinn þennan sýningarhluta sérstaklega og rýnir í listaverk á skapandi og túlkandi hátt.

Lesa meira