Grunnskólar

1.-3. bekkur í Safnahúsinu

Horfum inn

Á 2. hæð Safnahússins er sýningarhluti sem fjallar um okkar innra líf, allt frá tilfinningum til heimilis. Sýningarhlutinn kallast Inn og skiptist í þrjú rými.

Verkin í þessum sýningarhluta eru myndræn tjáning tilfinninga, ímyndunar og hugarflugs. Nemendur kynnast sögum sem tengjast verkunum og fá þannig innsýn í menninguna sem verkin spretta úr. Um leið kanna nemendur hvernig listsköpun nýtist sem miðill til að túlka hugmyndir, reynslu og sögur. 

Upplýsingar um fræðsluverkefni og bókun heimsókna má finna á heimasíðu Safnahússins.

Verkin skiptast í 3 rými:

  1. Hugmyndaflug.
  2. Óhlutbundin list.
  3. Heimilið. 
Bóka þarf heimsókn skólahópa með góðum fyrirvara hjá kennsla@thjodminjasafn.is eða í síma 530 2255 eða 530 2254.