Grunnskólar

4.-7. bekkur - Valdatákn í myndlist

  • 23.08.2018 - 15.06.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á 1. hæð Safnahússins er sýningarhluti sem kallast Upp og fjallar um það sem við horfum upp til, eins og til dæmis valdhafa, þá sem ráða, leiðtoga, kóngafólk og trúarleiðtoga. 

Í verkefninu eru nemendur leiddir í gegnum lestur á myndrænum valdatáknum. Verkefnið gefur þeim tækifæri til að ræða og velta fyrir sér valdahlutföllum safmélagsins og í þeirra nánasta umhverfi. Hægt er að nýta verkefnið sem hluta af umræðu um stjórnsýslu og völd í íslensku samfélagi. 

Upplýsingar um fræðsluverkefni og bókun heimsókna má finna á heimasíðu Safnahússins.

Bóka þarf heimsókn skólahópa með góðum fyrirvara hjá bokun.safnahusid@thjodminjasafn.is eða í síma 530 2210.