Háskólar

Háskólakynning

Þjóðminjasafnið býður upp á kynningu á starfsemi safnsins sem er sérstaklega hugsuð fyrir fólk sem er að hefja nám á háskólastigi. 

Nemendahópar úr inngangskúrsum faga á borð við sagnfræði, þjóðfræði, safnafræði, mannfræði o.fl. fá kynningu á starfsemi safnsins og þeim möguleikum sem standa nemendum og fræðimönnum til boða til að nýta sér þær heimildir sem safnið geymir um sögu, umhverfi og samfélag á Íslandi frá landnámi til okkar tíma.

Kynningin tekur um 1,5 klukkustund. 

Bóka má leiðsögn á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is