Leikskólar

Leikskólanemendur

Þjóðminjasafn – hvað er það?

Dagskráin er ætluð 4 – 5 ára börnum. Leitast er við að gera safnheimsóknina að skemmtilegri og ævintýralegri upplifun. Æskilegt er að ekki séu fleiri en 15 börn í hverjum hópi til þess að þau njóti heimsóknarinnar sem best.

Markmið heimsóknar

  • Að börnin kynnist hugtökunum safn og sýning
  • Að börnin upplifi Þjóðminjasafnið sem áhugaverðan stað til að heimsækja
  • Að börnin tengi gripi í safninu við daglegt líf.

Fyrirkomulag heimsóknar:

Tekið er á móti hópnum í anddyri safnsins. Börnin hengja upp útifatnað í fatahengi í kjallara. Það er mælt með því að börnin séu áfram í skóm. Hópurinn sest á bekk í anddyri þar sem safnkennari býður börnin velkomin. Hann kynnir fyrir þeim dagskrá heimsóknarinnar og veltir upp ýmsum spurningum eins og hvað sé eiginlega geymt í Þjóðminjasafninu.

Born_20130610_Skemmtimennt_HE_01Safnkennarinn leiðir hópinn um grunnsýningu safnsins, Þjóð verður til, þar sem ýmsa forvitnilega gripi er að sjá. Sumum gripum á safninu fylgja ævintýralegar sögur sem börnunum eru sagðar.

Að heimsókn lokinni setjast börnin á bekkinn eða í stigann í anddyri og safnkennari kveður hópinn og afhendir myndaspjöld áður en haldið er aftur í leikskólann.

Heimsóknin tekur um 45-60 mínútur.

Vinsamlegast sendið beiðni um bókun á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.