Safnkassar fyrir skóla

Safnkassar

Tóvinna, matarhefðir, leikir, landnám og ljósmyndir

Þjóðminjasafnið lánar safnkassa til skóla sem innihalda eftirgerðir gamalla gripa og möppur með leiðbeiningum um notkun.

Sex kassar eru í boði: 

  • Baðstofukassi
  • Tóvinnukassi
  • Matarkassi
  • Leikjakassi
  • Landnámskassi
  • Ljósmyndakassi

Innihald kassanna má kynna sér hér fyrir neðan.

Safnkassarnir eru til nota í grunnskólum og leikskólum en eins er hægt að nota þá til dæmis á dvalarheimilum og fleira.Safnkassarnir eru lánaðir viðtakendum að kostnaðarlausu. Viðtakendur sækja og skila kössunum í afgreiðslu Þjóðminjasafsins, Suðurgötu 41, á afgreiðslutíma safnsins. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Hægt er að fá kassana senda á kostnað viðtakenda.Kassarnir eru lánaðir frá þriðjudegi til föstudags. Viðtakendur á landsbyggðinni geta haft kassana viku lengur að meðtöldum sendingartíma.Til að óska eftir láni er best að senda tölvupóst á póstfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hringja í síma 5302200 .


Baðstofukassi

Baðstofukassann má nýta til að fræðast um lífið í sveitum um aldamótin 1900. 

Bathstofulif-allt

Í honum má finna safn gripa sem gefa innsýn í daglegt líf í gamla bændasamfélaginu, til að mynda ask, kamba, spón, halasnældur, ull og barnagull. Í kassanum eru einnig upplýsingar um líf í baðstofu og leiki barna á þeim tíma. Upplagt er að nýta kassann í tengslum við kennslu samfélagsgreina eða í textílmennt og hönnun. Hvetja má nemendur til að hanna sína eigin kvöldvöku, með handavinnu og upplestri. 

Tóvinnukassi

Tovinnu-allt2_minni

Í tóvinnukassanum er að finna alls kyns áhöld sem tengjast ullarvinnu áður fyrr. Þar fá nemendur tækifæri að prófa að kemba ull með ullarkömbum, kynnast notkun halasnælda og greina mismunandi tegund ullar. Einnig fylgir kassanum ítarleg upplýsingamappa um íslensku ullina, notkun og vinnuaðferðir.

Matarkassi

Matarkassinn inniheldur matarílát á borð við aska, þvörur, sleifar og trog. Einnig er þar að finna heimildir um matargerð fyrri tíma á Íslandi.

 

Leikjakassi

Leikfannakassa-all

Hentar afar vel fyrir yngstu bekki grunnskólanna og leikskóla þar sem börn fá að kynnast leikföngum fyrri tíma og auðga ímyndunaraflið. Í leikfangakassanum er að finna leggi, kjúkur, völur, skeljar, tréleikföng og leikjahefti með gömlum leikjum sem gaman er að prófa.

LandnámskassiLandnamskassa-clothing

Landnámskassinn inniheldur meðal annars tvo landnámsbúninga, eftirgerðir af munum sem fundist hafa í fornleifauppgrefti (hálsfesti, skæri, nælur), fræðsluefni um landnámsöld, hnefatafl, gömul Íslandskort með siglingaleiðum á landnámsöld og hnefatafl.

Ljósmyndakassi

Í ljósmyndakassanum má meðal annars finna stafræna myndavél og hugmyndir að verkefnum sem nemendur geta unnið í tengslum við ljósmyndun. Einnig eru í kassanum ljósmyndir, póstkort og mannamyndir frá ýmsum tímum. Eins veita glerplötur, filmur frá ýmsum tímum og samstæðar filmur og ljósmyndir nemendum innsýn í hvernig ljósmyndatæknin hefur þróastAð lokum eru í kassanum þrívíddargleraugu og þrívíddarmyndir sem gefa hugmynd um hversu fjölbreytta möguleika ljósmyndatæknin býður upp á.