Ljósmyndasafn Íslands

5 milljónir mynda í Ljósmyndasafni Íslands

Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafninu

Ljósmyndir eru stærsti efnisflokkurinn í safnkosti Þjóðminjasafns Íslands og eru í sérsafni sem heitir Ljósmyndasafn Íslands. Tæplega 5 milljónir mynda eru í safninu. Þar er að finna úrval þjóðlífs- og mannamynda frá því að ljósmyndin var fundin upp árið 1839 fram yfir aldamótin 2000 en líka besta úrval teiknaðra og málaðra manna- og þjóðlífsmynda frá Íslandi frá 16.-19. öld.Á ferðinni - 1964

Ljósmyndasafn Íslands veitir almenningi, sérfræðingum, útgefendum, kvikmyndagerðarmönnum og öðrum aðgang að myndasöfnum í sinni vörslu og selur og leigir eftirtökur eftir myndum sem varðveittar eru í safninu. Hluti myndanna er aðgengilegur almenningi til skoðunar á vefnum Sarpur og á vef Ljósmyndasafns Íslands, en einnig á almennum skrifstofutíma en starfsmenn safnsins veita aðstoð við leit að öðru myndefni. Hægt er að hafa samband við starfsmann safnsins á netfangið inga.lara@thjodminjasafn.is

Nemendur Lærða skólans í Reykjavík við sundnám í Laugardal um 1900 en þá voru laugarnar aðeins hlaðnar úr grjóti.Myndir í Ljósmyndasafni Íslands eru flokkaðar niður í nokkrar einingar eftir uppruna og gerð. Fimm undirsöfn eru í Ljósmyndasafni Íslands. Mannamyndasafnið með rúmlega 50 þúsund ljósmyndum, en byrjað var að safna til þess árið 1908 og markar það upphaf ljósmyndasöfnunar hér á landi. Ljós- og prentmyndasafnið með um 30 þúsund myndum, en byrjað var að safna til þess árið 1915. Póstkortasöfn eru tvö í safninu með um 20 þúsund kortum. Filmu- og plötusöfn eru 185 í safninu bæði frá atvinnuljósmyndurum, ljósmyndastofum og áhugamönnum og barst það fyrsta til safnsins árið 1915. Filmu- og plötusöfnin eru mjög misstór sum með innan við 10 myndum en önnur með um milljón myndum en alls eru um fjórar milljónir mynda í þeim öllum. Myndasöfn eru alls 36 í safninu eins og til dæmis safn Morgunblaðsins, Sambands íslenskra samvinnufélaga og Ríkisútvarpsins-Sjónvarps en um 180 þúsund myndir eru í þeim öllum.

Ítarleg grein er gerð fyrir einstökum söfnum, stærð þeirra, skráningu og myndefni í Skrá yfir myndasöfn í Þjóðminjasafni Íslands.

Hárgreiðslustofa í Reykjavík um 1965. Myndasafn Morgunblaðsins.

Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Skráning á póstlista.

Ath. Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.