Myndasöfn - SIGFÚS EYMUNDSSON (1837-1911)

Sigfús Eymundsson

SEY446

ljósmyndari og atvinnurekandi, Reykjavík. Keypt af Pétri Brynjólfssyni 5. maí 1915 á 60 kr. Aldur: 1866-1909. Fylgifé: Ekkert. Tölusett: Um 4.000 plötur, sem skráðar eru beint inn í Mannamyndasafnið og 430 plötur sem skráðar eru í L. og pr. Auk þess 10.129 númeraðar plötur með mannamyndum, en að mestu óþekktar. 337 plötur eru skráðar í SEy framan við númer í Ljós- og prentmyndasafni. Eftirtökur: Ívar Brynjólfsson, Óskar Gíslason, Leifur Þorsteinsson og Hallgerður Arnórsdóttir. Skrá: Sá hluti sem skráður er í L. og pr. og Mms. er í skrám viðkomandi safna. Halldór J. Jónsson gerði drög að skrá yfir útimyndir. Inga Lára Baldvinsdóttir gerði skrá yfir það sem þekkt er af þessum rúmlega 10.000 plötum og var sú skrá sett í Sarp, mannamyndaskrá, undir einkennisstöfunum SEy .
Mynd 2 af 7