Laus störf

Sviðsstjóri fjármála og þjónustu

4.1.2018

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra fjármála- og þjónustusviðs. Hjá Þjóðminjasafni Íslands starfa 80 manns og annast fjármála- og þjónustusvið allan almennan rekstur stofnunarinnar. Undir sviðið heyra fjármál, starfsmannamál, sýningargæsla og safnbúðir, húsnæðis- og öryggismál, tölvumál, stjórnsýsla og skjalavarsla.

Ábyrgð og verksvið

Fagleg ábyrgð á starfsemi og þróun sviðsins í samræmi við heildarmarkmið og áherslur stofnunarinnar.  Yfirumsjón með fjárhagsáætlanagerð stofnunarinnar og ábyrgð á að reksturinn sé í samræmi við lög og fjárheimildir. Ákvörðun um verkefni í samráði við þjóðminjavörð og starfsmenn, markmiðasetning og ábyrgð á að viðhlítandi árangur náist. Virk þátttaka í verkefnum sviðsins og verkstjórn. Seta í framkvæmdaráði þjóðminjavarðar ásamt öðrum stjórnendum sviða. Samskipti við ráðuneyti, stofnanir og samstarfsaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, háskólapróf í viðskiptafræði æskilegt, framhaldsgráða kostur.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu og opinberum fjármálum og rekstri nauðsynleg.
  • Að minnsta kosti þriggja ára stjórnunarreynsla.
  • Reynsla af bókhaldi.
  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
  • Færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu og rituðu máli, kunnátta í einu Norðurlandamáli kostur.

Um er að ræða fullt starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar nk.

Umsókn skulu fylgja yfirlit og greinargóðar upplýsingar um störf umsækjenda og menntun, afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður í síma 530-2200 (margret@thjodminjasafn.is) og Hildur Halldórsdóttir starfsmannastjóri (hildur@thjodminjasafn.is) í síma 530-2239 eða 864-6186.

Smelltu hér til að sækja um starfið