Bækur og rit
  • Ásfjall

Ásfjall. Ljósmyndir Péturs Thomsen.

  • 2011 - Pétur Thomsen

Sigrún Sigurðardóttir

Bókin var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu á ljósmyndum Péturs Thomsen í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands árið 2011. Pétur er einn af fremstu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. Í bókinni er gott úrval mynda úr samtímaverkefni sem Pétur Thomsen ljósmyndari vann með tilstyrk Þjóðminjasafnins.  

Ljósmyndir Péturs sýna hverfið Ásfjall í Hafnarfirði eftir að framkvæmdir stöðvuðust þar við efnahagshrunið 2008. Í bókinni er grein eftir Sigrúnu Sigurðardóttur um ljósmyndir Péturs og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formála. 

Bókin er til sölu í Safnbúð Þjóðminjasafns Íslands og þar er einnig hægt að panta hana í síma 530 2203 eða senda tölvupóst til: safnbud@thjodminjasafn.is