Bækur og rit
  • Endurfundir

Endurfundir

  • 2009 -

Fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005

Bókin Endurfundir - fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005 er ítarleg sýningarbók sem gefin var út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafninu sem opnuð var 31. janúar 2009 og er árangur einstakra rannsókna á sviði fornleifa á Íslandi.

Helstu fornleifarannsóknirnar fóru fram á eftirfarandi stöðum:

- Gásir í Eyjafirði,  þar sem varðveittar eru miklar rústir verslunarstaðar frá miðöldum.
- Hólar í  Hjaltadal,  sem var höfuðstaður Norðurlands um aldir.
- Keldudalur í Skagafirði, þar sem meðal annars hafa fundist grafreitur úr heiðni, víkingaaldarskáli og kirkjugarður úr frumkristni.
- Kirkjubæjarklaustur, nunnuklaustur sem var stofnað á Kirkjubæ árið 1186.
- Kirkjur í  Reykholti, þar sem kirkja hefur staðið frá því skömmu eftir kristnitöku.
- Skálholt - höfuðstaður Íslands í 700 ár. Frá árinu 1056 var þar valdamiðstöð landsins og biskupssetur.
- Skriðuklaustur - heimili helgra manna. Á Skriðuklaustri var munkaklaustur á árunum 1493-1554. Fornleifauppgröftur hófst þar árið 2002 og stendur enn yfir.
- Þingvellir og þinghald til forna. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka minjar um þinghald á Íslandi og athuga skipulag þingstaða, staðsetningu og þróun