Bækur og rit

Ólafur Magnússon Konunglegur hirðljósmyndari

  • 2003 - Ólafur Magnússon

Ólafur Magnússon (1889-1954) var einn í hópi ungra ljósmyndara sem hófu störf þegar rétt var liðið fram á tuttugustu öld og var í fremstu röð íslenskra ljósmyndara allt fram um hana miðja. 

Ljósmyndaraferill Ólafs var fjölþættur og hann var sérlega fundvís á nýjan vettvang í sinni ljósmyndun. Hér er gerð grein fyrir ljósmyndaferli Ólafs og framlagi hans til íslenskrar ljósmyndasögu í grein eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur safnvörð við Þjóðminjasafnið.

Bókin er gefin út í tengslum við ljósmyndasýningu Þjóðminjasafnsins í Listasafni Reykjavíkur árið 2003.