Fréttir

Barnamenningarhátíð 2018

Þjóðminjasafn Íslands

16.4.2018

Fjölbreytt dagskrá á Barnamenningarhátíð 2018 fyrir börn og fullorðna. 

Í Þjóðminjasafni Íslands verður opnuð sýningin Barnasáttmálinn rokkar, já hann er okkar! Hér má lesa meira um sýninguna. Á opnuninni munu nemendur í 6. bekk Ingunnarskóla flytja frumsamið lag um Barnasáttmálann. 

Á sumardaginn fyrsta í Safnahúsinu við Hverfisgötu verður Stjörnu-Sævar með leiðsögn fyrir fjölskyldur. Í Þjóðminjasafninu á Suðurgötu verður smiðja fyrir unga sem aldna.