Fréttir

Leiðsögn í Safnahúsinu Hverfisgötu

Náttúran og sjónarhornin 

23.9.2016

Sunnudaginn 25. september klukkan 14 mun Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og spá í hinn sjónræna þátt náttúru í menningu landsins 

 Á sýningunni eru ýmsir náttúrumunir á vegum Náttúruminjasafnsins, þar á meðal hinn fágæti geirfugl sem er hryggjarstykkið í sérsýningaratriði sem Ólöf Nordal myndlistarmaður og Náttúruminjasafnið standa að. Fleiri kjörgripir á vegum Náttúruminjasafnsins eru á sýningunni og verður þeim gerð sérstök skil í leiðsögninni. 

Að sýningunni standa Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þjóðskjalasafn Íslands og fyrir vikið er sýningin af mjög fjölbreyttum toga. Leiðsögnin er ókeypis og allir eru velkomnir.