Fréttir
  • Ísland í heiminum

Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi

Sýningin Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi fjallar um hvernig saga og samtími Íslands hefur einkennst af þverþjóðlegum tengslum rétt eins og annarra landa í heiminum.

Ísland hefur þannig verið vettvangur hreyfanleika fólks og hugmynda í gegnum aldir. Þetta er mikilvægt að undirstrika á tímum þegar dagleg umræða byggir oft á þeirri hugmynd að fyrr á öldum hafi ólíkir hlutar heimsins verið einangraðir hverjir frá öðrum. Fordómar í íslensku samfélagi eru ekki heldur nýir því að Íslendingar hafa um aldir verið mótaðir af hnattrænum hugmyndum um kynþáttafordóma.  Sýningin opnar fimmtudaginn 24. nóvember kl. 15.