Fréttir

Þjónustustjóri

3.9.2021

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf þjónustustjóra. Í boði er áhugavert og krefjandi starf með fjölbreyttum verkefnum þar sem reynir á ríka þjónustulund, frumkvæði og samskiptahæfni. Þjónustustjóri heyrir undir fjármála- og þjónustusvið safnsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

 - Umsjón með þjónustu við gesti Þjóðminjasafns Íslands
 - Vaktstjórn sýningargæslu og mönnun vakta
 - Ábyrgð á framkvæmd viðburða í safninu
 - Samskipti við ferðaþjónustuaðila
 - Umsjón með hópabókunum og útleigu
 - Þátttaka í skipulagningu og fræðslu starfsfólks í sýningargæslu
 - Öryggisgæsla, leiðsagnir og upplýsingagjöf til safngesta.

Hæfnikröfur

 - Háskólapróf sem nýtist í starfi
 - Rík þjónustulund og reynsla af þjónustustörfum
 - Reynsla af mannaforráðum eða verkstjórn
 - Reynsla af störfum í ferðaþjónustu er æskileg
 - Góð íslensku- og enskukunnátta
 - Áhugi á menningararfi og listum
 - Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði
 - Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
 - Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.09.2021

Nánari upplýsingar veitir
Þorbjörg Gunnarsdóttir - Thorbjorg@thjodminjasafn.is - 8647900
Hildur Halldórsdóttir - hildur@thjodminjasafn.is - 5302239

Smelltu hér til að sækja um starfið