Fréttir
  • Ljósmynd: DV

Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði hlaut Menningarverðlaun DV

8.10.2018

Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði hlaut Menningarverðlaun DV 2017 í flokki fræðirita. Leitin að klaustrunum - klausturhald á Íslandi í fimm aldir er gefin út af Sögufélaginu í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Menningarverðlaun DV voru veitt 7. október í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar. Nánar um verðlaunin má lesa á vefsíðu DV.

Í Þjóðminjasafninu stendur nú yfir sýningin: Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum. Sýningin byggir á rannsókn Steinunnar á íslenskum klaustrum.