Fréttir

Stjórnarfáni Íslands frá 1918 til sýnis í anddyri Þjóðminjasafnsins

1.12.2018

Stjórnarfáni Íslands, klofinn ríkisfáni, sem dreginn var að húni á Stjórnarráðshúsinu sunnudaginn 1. desember 1918, þegar sambandslögin gengu í gildi og Íslendingar fögnuðu fullveldi, verður til sýnis í anddyri Þjóðminjasafns Íslands 1. desember 2018.

Sjá nánar um dagskrá Þjóðminjasafnsins hér.

Á fyrstu árum 20. aldar var oft flaggað með fána af þessari gerð án þess að yfirvöld fyndu að því. Samkvæmt lögum var ekki leyfilegt að flagga öðru en danska þjóðfánanum á skipum sem tilheyrðu danska ríkinu. Þess vegna tók samviskusamur danskur skipherra þennan fána, sem til sýnis er á grunnsýningu safnsins, af Einari Péturssyni sem hafði dregið hann upp á kappróðrarbáti á Reykjavíkurhöfn. Þetta varð tilefni fjölmennra mótmælaaðgerða. Árið 1915 fengu Íslendingar loks eigin fána. Hvítbláinn er til sýnis á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.