Fréttir

Störf í sýningargæslu og upplýsingagjöf

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar og framtíðarstörf við sýningargæslu og upplýsingagjöf í Þjóðminjasafninu og Safnahúsinu.

Starfssvið:
• Öryggisgæsla og eftirlit í sýningarsölum á opnunartíma safnanna
• Upplýsingagjöf til safngesta
• Leiðsögn á íslensku og ensku
• Þjónusta við gesti safnsins

Hæfniskröfur:
• Þjónustulund
• Lipur og örugg framkoma, lipurð í samskiptum
• Góð tungumálakunnátta
• Áhugi á menningararfi og listum er kostur

Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall breytilegt eftir opnunartíma (56% vetur, 66 % sumar).

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Halldórsdóttir starfsmannastjóri í síma 530-2239 (hildur@thjodminjasafn.is) og Anna G. Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs í síma 530-2200 (anna@thjodminjasafn.is).

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi  fjármála- og efnahagsráðherra og SFR. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl n.k. Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu og meðmælendur skulu berast á póstfangið starfsumsokn@thjodminjasafn.is  merkt “sýningargæsla”.

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt  í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfsmaður taki þátt í því að Þjóðminjasafn Íslands nái markmiðum sínum sem vísinda-og þjónustustofnun.  Starfsmaður leggi áherslu á góða þjónustu og ráðgjöf, fagleg og ábyrg vinnubrögð og jákvætt skapandi andrúmsloft á vinnustað.

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Þjóðminjasafnið er háskólastofnun með sérstakan fjárhag. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012.