Fréttir
  • Tjarnavellir

Tannlæknastólar

18.1.2017

Í Þjóðminjasafni Íslands eru varðveitt tannlækningatæki, sem safnað var á af Minjanefnd Tannlæknafélags Íslands á sínum tíma. Sá safnkostur varð hluti af Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi / Nesstofusafni, sem komst í forsjá Þjóðminjasafnsins í ársbyrjun 2013 eftir að Seltjarnarnesbær hafði sagt sig frá rekstrinum. Safnið er skráð í gagnagrunninn Sarp, sarpur.is þar sem hægt er að finna upplýsingar um gripi flestra safna á Íslandi. 

Nú standa yfir flutningar á gripum Þjóðminjasafns Íslands í nýtt Varðveislu- og rannsóknasetur á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Flutningurinn veitir tækifæri til þess að yfirfara menningarsögulegt og tæknilegt gildi 20. aldar gripa í safninu. Í samvinnu við sérfræðinga Tannlæknafélags Íslands var tekin ákvörðun um að ekki skyldi varðveita nokkra stóra muni sem Minjanefnd Tannlæknafélagsins aflaði á sínum tíma. Eru það röntgentæki, sem eru til í nokkrum eintökum og tveir tannlæknastólar sem til eru í fleiri en einu eintaki sömu gerðar. 

Þeir sem lesa þessa tilkynningu og hafa áhuga á að fá til sín tannlæknastól frá miðri 20. öld geta sent tölvupóst til sviðsstjóra munasafns Lilju Árnadóttur lilja@thjodminjasafn.is eða haft samband í síma 5302284. Frestur til að hafa samband er til 27. janúar næstkomandi.