Fréttir

Til­nefn­ing­ til FÍT-verðlauna

12.3.2018

Til­kynnt hef­ur verið um til­nefn­ing­ar til FÍT-verðlaun­anna 2018 sem eru veitt af Fé­lagi ís­lenskra teikn­ara. Þau eru veitt fyr­ir verk sem sköruðu fram úr á sviði graf­ískr­ar hönn­un­ar og myndskreyt­ing­a á liðnu ári.

Í ár voru 350 inn­send­ing­ar í FÍT-keppn­ina og tilnefnt er í 21 flokki. Í flokknum bókahönnun er Langa blokk­in í Efra Breiðholti tilnefnd. Hönnuður er Bobby Breiðholt á auglýsingastofunni ENNEMM. Útgefandi er Þjóðminjasafn Íslands.

FÍT verðlaunin 2018 verða afhent við formlega athöfn í Tjarnarbíói miðvikudaginn 14. mars. Viðburður­inn mark­ar upp­haf Hönn­un­ar­Mars sem verður hald­inn 15. til 16. mars. 

COVER-final

Sýningin Langa blokkin í Efra Breiðholti var opnuð 20. janúar 2018 í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir David Barreiro en hann hlaut árið 2016 styrk úr sjóði Hjálmars R. Bárðarsonar í Ljósmyndasafni Íslands og er sýningin árangur styrksins. Í tilefni sýningarinnar gaf Þjóðminjasafn Íslands út samnefnt rit með myndum Barreiro. Nánar má lesa um sýninguna hér.  

Bókin fæst í safn- og vefbúð Þjóðminjasafns Íslands.