Sigfús Eymundsson

Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar

  • Farandsýning-Sigfús Eymundsson

Sigfús Eymundsson (1837-1911) var frumkvöðull ljósmyndunar á Íslandi. Hann opnaði fyrstu ljósmyndastofu í Reykjavík árið 1867 sem starfrækt var til 1909. Plötusafn ljósmyndastofunnar var keypt í heild sinni til Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni árið 1915 og var fyrsta ljósmyndasafn sem safnið tók til varðveislu.

Í júní 2013 var opnuð fyrsta yfirlitsssýning á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar í ÞjóðminjasafniFarandsýning-Sigfús Eymundsson Íslands. Sýningarhöfundar eru Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri myndasafns sem einnig er höfundur bókar sem safnið gaf út í tilefni af opnun sýningarinnar og Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari.  Sýningin er úrval ljósmynda Sigfúsar, fyrst og fremst með myndum frá Reykjavík og nágrannahéruðum en einnig myndum annars staðar af landinu.

Ljósmyndirnar  eru nýjar fiberstækkanir á myndum Sigfúsar unnar með hefðbundnum, gömlum aðferðum ljósmyndunar. Myndefnið er mjög fjölbreytt; íbúar á sveitabæjum og í kauptúnum á Íslandi, götu- og þjóðlífsmyndir frá Reykjavík og víðar,  náttúruperlur, hátíðir, portrett, myndir af vesturförum o.fl.
Farandsýning-Sigfús Eymundsson
Fjöldi mynda:  Fjöldi og stærð myndanna er:  Alls 72 í tveimur stærðum. Má aðlaga misstórum sýningarrýmum.

Stærðir: 57 stk , 62,5x72,5 cm og 14 stk, 30 x 50 cm.

Frágangur:Myndirnar eru innrammaðar í tréramma.

Nánari uppl.: Eva Kristín Dal s: 530-2258,  eva.kristin@thjodminjasafn.is

Þjóðminjasafn Íslands býður til útláns fjölmargar sýningar sem áður hafa verið settar upp í sölum safnsins. Flestar sýninganna eru ljósmyndasýningar með myndum sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni en einnig er um gripasýningar að ræða. 

Þeir sem hafa áhuga á að fá sýningarnar geta einnig fengið senda sýningatexta, mynda- eða gripamerkingar og kynningarefni. Eintök af bókum eða ritum sem safnið hefur gefið út í tengslum við viðkomandi sýningar, má fá í umboðssölu í safnverslun Þjóðminjasafns Íslands.