Svipmyndir eins augnabliks

Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar  

  • Farandsýning - Þorsteinn J
  • Farandsýning - Þorsteinn J
  • Farandsýning - Þorsteinn J

Þorsteinn Jósepsson var víðförull ferðalangur, rithöfundur og blaðamaður á Vísi, auk þess að vera mikilvirkur ljósmyndari. Hann vann gríðarlegt verk með því taka ljósmyndir um land allt, af hverri einustu sýslu og stórum hluta hálendisins, staðháttum og mannlífi, á árunum um 1930 til 1967.

Uppistaðan í sýningunni eru einstakar myndir úr safninu og myndatextar Steinars ArnarAtlasonar, heimspekings um þær.

Í  textunum beinir Steinar sjónum að inntaki myndanna, Þorsteini sjálfum, ljósmyndasögunni og kenningum um ljósmyndun í sömu andrá. Þetta er fyrsta yfirlitssýningin á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar.

Farandsýning - Þorsteinn J