Árlegir viðburðir

Árlegir viðburðir

Á hverju ári er fjöldi fastra viðburða í safninu

Þjóðminjasafnið efnir árlega til fjögurra stórra viðburða eða hátíða í tengslum við vissa daga eða ákveðnar menningarhátíðir í Reykjavík. Þetta eru safnanótt sem haldin er í tengslum við vetrarhátíð í Reykjavík, sumardagurinn fyrsti, menningarnótt og jóladagskráin. Hver um sig skipar mikilvægan sess í ársdagskrá safnsins.

Árlegir viðburðirÁ þessum dögum er blásið til menningar-, fræðslu- og listaveislu í Þjóðminjasafninu og sýningarsalirnir fyllast af lífi. Meðal þess sem verið hefur á dagskrá má nefna tónlist, söng, upplestur, dans, föndur, listasmiðjur, leiki, leiklist og leiðsögn, ef ekki allt í senn, og oftast með þátttöku gesta.

Að auki eru reglulegir greiningadagar í safninu, þar sem gestum býðst að koma með gamla muni í greiningu til sérfræðinga safnsins. Þessir dagar eru kallaðir "Áttu forngrip í fórum þínum?" og eru fyrsta sunnudag í mars og fyrsta sunnudag í nóvember ár hvert.


Sumardagurinn fyrsti - 22.4.2016

Sumardagurinn fyrsti hefur verið barnahátíð í Reykjavík frá árinu 1921. Í Þjóðminjasafni Íslands fögnum við á hverju ári sumarkomu með skemmtilegri fjölskyldudagskrá, listasmiðjum, leiðsögn og mörgu fleiru.

Lesa meira
hola hoops

Menningarnótt - 22.4.2016

Menningarnótt sem haldin er á hverju ári í ágúst, hefur skapað sér fastan sess í hugum Reykjavíkurbúa.

Lesa meira
Jóladagskrá

Jóladagskrá - 22.4.2016

Þjóðminjasafn Íslands býður á hverju ári upp á líflega jóladagskrá. Dagskráin hefst fyrstu helgi í desember. Að auki er boðið upp á fjölda jólasýninga og sérstakur jólaratleikur bætist við aðra fjölskylduleiki safnsins.

Lesa meira
Safnanótt

Safnanótt - 22.4.2016

Í febrúar á hverju ári stendur Höfuðborgarstofa fyrir Safnanótt. Fjöldi safna víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu bjóða þá upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Í Þjóðminjasafni Íslands hefur að þessu tilefni m.a. verið boðið upp á draumkenndan dans, kvikmyndasýningar, draugaleiðsögn, hjátrúarsýningu og margt fleira

Lesa meira
Áttu forngrip

Áttu forngrip í fórum þínum? - 22.4.2016

Tvisvar á ári, í mars og nóvember, býðst gestum að koma með gripi í greiningu til sérfræðinga safnsins. Margir eiga í fórum sínum erfðagripi eða ættargripi en vita lítið um uppruna þeirra og leikur þá kannski forvitni á að þekkja á þeim nánari deili.

Lesa meira
Þjóðbúningadagurinn

Þjóðbúningadagur - 22.4.2016

Þjóðbúningadagur Þjóðminjasafns Íslands hefur undanfarin ár verið haldinn í mars, í samvinnu við Þjóðbúningaráð og Heimilisiðnaðarfélag Íslands.

Lesa meira