Safnanótt

Safnanótt

Menningarhátíð

22.4.2016

Í febrúar á hverju ári stendur Höfuðborgarstofa fyrir Safnanótt. Fjöldi safna víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu bjóða þá upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Í Þjóðminjasafni Íslands hefur að þessu tilefni m.a. verið boðið upp á draumkenndan dans, kvikmyndasýningar, draugaleiðsögn, hjátrúarsýningu og margt fleira

Safnanótt

Vetrarhátíð hefur verið árlegur viðburður á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2002.   Sundlauganótt, Safnanótt og Snjófögnuður eru meginstoðir hátíðarinnar. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og geta því allir borgarbúar notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru yfir alla hátíðina.