Safnanótt
  • Grunnsýning

Leiðsögn: Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár

Leiðsögn með sérfræðingi um grunnsýningu safnsins Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár.

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Saga þjóðarinnar er rakin í tímaröð frá landnámi til dagsins í dag. Sögunni er skipt nokkuð jafnt í sjö tímabil og þannig er varpað ljósi á þau skeið sem í hefðbundinni sögutúlkun hafa gjarnan fallið í skuggann af þeim glæstari.

Hvert tímabil er auðkennt með sérstökum skáp, sem sýnir lykilgrip og gefur örstutt yfirlit um helstu einkenni tímans. Fyrir hvert tímabil eru valdir atburðir eða merkar nýjungar sem markað hafa spor í þjóðarsöguna en einnig er bent á þætti í sögunni sem lítið breytast um aldir. Saman mynda þessir atburðir sögu hvers tímabils sem sýnd er með gripum.