Eldri sýningar

Silfursmiður í hjáverkum

  • 24.2.2013 - 31.12.2013, Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Silfursmiður í hjáverkum má skoða dæmigerð tól og tæki sem notuð voru á  verkstæðum silfursmiða fram á 20. öld. Uppistaða sýningarinnar er verkstæði Kristófers Péturssonar, silfursmiðs á Kúludalsá við Hvalfjörð, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu. Verkstæði Kristófers er dæmigerð aldamótasmiðja, þar sem mörg verkfæranna eru heimasmíðuð og silfrið kveikt við olíulampa.

Silfursmíði hefur fylgt sögu þjóðarinnar frá upphafi. Silfursmiðir unnu verk sín í frítíma sínum frá öðrum störfum, svo sem búskap, sjósókn eða annarri. Hver stund sem gafst var nýtt til að svala sköpunarþörfinni og smíða fagra og nytsamlega gripi. Verkstæði silfursmiða voru lengst af smá í sniðum og fábreytt. Smiðirnir bjuggu sér aðstöðu inni á baðstofulofti, í krókum eða kompum þar sem dagsbirtu naut. Einnig eru dæmi um að menn hafi smíðað sitjandi á rúmstokknum og notað sem vinnuborð litla fjöl sem þeir lögðu á hné sér. Eftir að silfursmiðir hófu að starfa í þéttbýli stækkuðu verkstæði þeirra í takt við aukin umsvif. Sýningarstjóri sýningarinnar er Sigrún Kristjánsdóttir en Sigurlaug Jóna Hannesdóttir og Þórarinn Blöndal störfuðu einnig að undirbúningi og uppsetningu hennar.

Sýningin stendur út árið 2013 í Horni á 2. hæð Þjóðminjasafnins.