Eldri sýningar

Steinholt – saga af uppruna nafna

Christopher Taylor

  • 11.2.2017 - 28.5.2017, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Steinholt – saga af uppruna nafna fjallar um minningu staðar. Christopher Taylor dvaldi á Þórshöfn og ferðaðist um svæðið þar í kring til að gera umhverfinu skil og greina frá minningum sem tengjast Steinholti.

Afi og amma Álfheiðar, eiginkonu Taylor, byggðu húsið Steinholt árið 1929. Þegar Álfheiður var barn var hún send yfir sumartímann í Steinholt til ömmu sinnar og nöfnu. Stundirnar þar eru meðal hennar bestu æskuminninga. Christopher Taylor vann að ljósmyndunum í kjölfar óvænts atburðar eftir heimsókn Álfheiðar í Steinholt eftir langa fjarveru. Sýningin er innblásin af forfeðrum Álfheiðar sem ferðuðust vítt og breitt um svæðið í leit að atvinnu eða búsetu.

Á árinu 2017 kom út bókin Steinholt með ljósmyndum Taylor. Í bókina rita Monica Dematté og Taylor sjálfur.

Sýningin var opnuð laugardaginn 11. febrúar í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands.