Sýningar framundan
  • Björn Björnsson

Björn Björnsson

  • 3.6.2017 - 17.9.2017, 15:00 - 17:00, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Björn Björnsson (1889-1977) var sjálflærður ljósmyndari. Hann vann að ljósmyndun á Austfjörðum meðfram verslunarstörfum, lengst af á Norðfirði. Á síðari árum sérhæfði Björn sig í náttúrulífsljósmyndun og ferðaðist um landið í þeim tilgangi. Myndir hans af fuglum birtust víða, meðal annars í Náttúrufræðingnum og í British Birds. Ljósmyndir Björns Björnssonar verða sýndar í Ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands 3.6.-17.9. 2017.