Sýningar framundan
  • Inga Lisa

Hugsað heim - Inga Lísa Middleton

  • 3.6.2017 - 17.9.2017, 10:00 - 17:00, Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Titill sýningarinnar Hugsað heim vísar bæði til viðfangsefnis myndanna og þess draumkennda blæs sem einkennir þær. Ljósmyndarinn Inga Lísa Middleton er búsett í Bretlandi og sýnir á Vegg Ljósmyndasalarins myndir frá heimalandinu Íslandi. Myndirnar vinnur hún með aðferð sem nefnist Cyanotype og gefur myndunum einkennandi bláan lit.