Fyrirsagnalisti

Bláklædda konan

Bláklædda konan 23.5.2015 - 30.9.2017 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýning sem byggir á nýjum rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi. Rannsóknirnar geta gefið okkur svör um aldur konunnar, hvaðan hún kom og gefið vísbendingar um útlit hennar og klæðaburð. 

Lesa meira
 
Ísland í heiminum

Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi 24.11.2016 - 29.10.2017 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Saga og samtími Íslands hefur einkennst af þverþjóðlegum tengslum rétt eins og annarra landa í heiminum. Ísland hefur þannig verið vettvangur hreyfanleika fólks og hugmynda í gegnum aldir.

Lesa meira
 

Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld 11.5.2017 - 30.4.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu er sérsýning frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar er sýndur í fyrsta sinn kjörgripur úr handritasafni Árna Magnússonar: Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld.

Lesa meira
 
Inga Lisa

Hugsað heim 3.6.2017 - 17.9.2017 14:00 - 17:00 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Titill sýningarinnar Hugsað heim vísar bæði til viðfangsefnis myndanna og þess draumkennda blæs sem einkennir þær. Ljósmyndarinn Inga Lísa Middleton er búsett í Bretlandi og sýnir á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands myndir frá heimalandinu Íslandi. Myndirnar vinnur hún með aðferð sem nefnist Cyanotype og gefur myndunum einkennandi bláan lit. 

Lesa meira
 
BB-fuglamyndir_1959

Fuglarnir, fjörðurinn og landið 3.6.2017 - 17.9.2017 14:00 - 17:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Björn Björnsson (1889 – 1977) var áhugaljósmyndari sem sérhæfði sig að mestu leyti í fuglaljósmyndun. Hann vann að ljósmyndun á Austfjörðum meðfram verslunarstörfum, lengst af á Norðfirði. Á síðari árum sérhæfði Björn sig í náttúrulífsljósmyndun og ferðaðist um landið í þeim tilgangi. Myndir hans af fuglum birtust víða, meðal annars í Náttúrufræðingnum og í British Birds.  

Lesa meira
 

List Officinalis 7.6.2017 - 27.8.2017 12:00 - 17:00 Nesstofa - Lækningaminjasafn Íslands

Sumarsýning Nesstofu er að þessu sinni myndlistarsýning þar sem leitast er við að að varpa ljósi á sögu þessa merka húss, lækningar, lyf og Urtagarðinn á forvitnilegan hátt í gegnum verk átta listamanna. Húsið, Nesstofa - sem áður hét Nes, var reist á árunum 1761-1767 og á sér langa og merkilega sögu sem bústaður fyrsta landlæknis Íslendinga, Bjarna Pálssonar. Þar bjó einnig fyrsti lyfsali landsins, Björn Jónsson. Vitað er að á tímum Björns og Bjarna var mikið ræktað af lækninga- og matjurtum í Nesi og þar stundaðar fjölbreyttar tilraunir til ræktunar. 

Lesa meira
 

Spegill samfélagsins 1770 15.6.2017 - 3.6.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í tilefni 135 ára afmælis Þjóðskjalasafns Íslands hefur verið sett upp sýning á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 15. júní kl. 17 og er hluti af sýningu Safnahússins við Hverfisgötu, sem ber nafnið Sjónarhorn. 

Lesa meira