Sýningar í gangi

Heimili Ingibjargar og Jóns Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879

  • Jónshús Kaupmannahöfn

Þann 6. desember var opnuð sýning á heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Heimili Ingibjargar og Jóns er endurgert á grundvelli heimilda um líf þeirra hjóna í Kaupmannahöfn, byggingasögulegra rannsókna á íbúðinni sjálfri auk sagnfræðilegra rannsókna á heimilislífi um miðbik 19. aldar í Kaupmannahöfn. Á sýningunni er sjónum beint að heimili hjónanna sem miðstöðvar fyrir Íslendinga og þætti Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttunni. Þjóðminjasafn Íslands annast sýningarstjórn fyrir hönd Alþingis.

#fullveldisdagurinn #fullveldi1918