Sýningar í gangi

NÆRandi

  • 24.nóv.2018 - 28 apr. 2019 Veggur Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands eru sýndar myndir Heiðu Helgadóttur, ljósmyndara, af trúarlífi í samtíma. Hátíðarsýningin er liður í veglegri dagskrá 100 ára afmælis fullveldis Íslands og Evrópska menningararfsársins 2018 í Þjóðminjasafni Íslands.

Mörg okkar leitast eftir að finna dýpri tengingu við lífið, sjálfið, eða eitthvað æðra; aðrar víddir og heima, guði, athafnir og siði. Í gegnum tíðina hefur trúariðkun fólks breyst og það leitað mismundandi leiða til að uppfylla þörfina fyrir andlega næringu.