Fyrirsagnalisti

Harpa Þórsdóttir, safnstjóri, veitir leiðsögn 20.1.2019 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 20. janúar klukkan 14 leiðir Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Um 130 verk á sýningunni eru í eigu Listasafns Íslands og sjónum er sérstaklega beint að þeim í leiðsögninni.

Lesa meira
 

Fjallkonan. „Sér hún hátt og vítt um veg“ – hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. 22.1.2019 12:00 - 12:45 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 22. janúar kl. 12 flytur Rannveig Þórhallsdóttir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Fjallkonan. „Sér hún hátt og vítt um veg“ – hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. 

Lesa meira
 

Mannfækkun af mannavöldum 5.2.2019 12:00 - 12:45 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 12 flytur Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira
 

Safnanótt 8.2.2019 18:00 - 23:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu 8.2.2019 18:00 - 23:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á Safnanótt er Þjóðminjasafnið og Safnahúsið opið frá kl. 18 til 23. Safnanótt er föstudagskvöldið 8. febrúar. Ókeypis aðgangur er að sýningum og sérstakri dagskrá sem boðið er til á Safnanótt.

Lesa meira
 

Unnar Örn, myndlistarmaður, veitir leiðsögn 17.2.2019 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Nú stendur yfir í Safnahúsinu sérsýningin Bókverk sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn setti upp í fyrra í tilefni af 200 ára afmæli safnsins. Myndlistarmaðurinn Unnar Örn fræðir gesti leiðsagnarinnar um efni sýningarinnar en hann vann sýninguna í samvinnu við starfsfólk Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Lesa meira
 

Pétur H. Ármannsson, arkitekt, veitir leiðsögn 17.3.2019 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 17. mars kl. 14 leiðir Pétur H. Ármannsson, arkitekt, gesti um Safnahúsið við Hverfisgötu og segir frá byggingarsögu þessa veglegasta og vandaðasta steinhúss heimastjórnaráranna.

Lesa meira
 

Klausturjurtir í lækningarritum miðalda 19.3.2019 12:00 - 12:45 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 19. mars kl. 12 flytur Hildur Hauksdóttir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið Klausturjurtir í lækningaritum miðalda.

Lesa meira