Fyrirsagnalisti

Hádegisfyrirlestrar RIKK 7.9.2017 - 7.12.2017 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Hádegisfyrirlestrar RIKK í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12.00-13.00

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands 12.9.2017 - 5.12.2017 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fyrirlestrar Þjóðminjasafns tengjast sýningum, rannsóknum eða öðru starfi safnsins og eru annan hvern þriðjudag klukkan 12 í fyrirlestrasalnum við Suðurgötu.

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins 19.9.2017 - 12.12.2017 12:05 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fyrirlestrarnir eru haldnir í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefjast klukkan 12:05.

Lesa meira
 
safnahús

Sérfræðileiðsögn um sýninguna Sjónarhorn 22.10.2017 14:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu 26.11.2017 14:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sérfræðingar frá stofnununum sem eiga gripi á sýningunni Sjónarhorn leiða leiðsögn um sýninguna út frá gripum viðkomandi stofnunar fjórða sunnudag í mánuði. Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Ásdís Kalman. Börn á flótta 24.10.2017 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Samvinna Þjóðminjasafns Íslands við myndlistarkonuna Ásdísi Kalman og Rauða krossinn á Íslandi um verkefnið Börn á flótta, lauk með samnefndri sýningu í anddyri Þjóðminjasafnsins á Barnamenningarhátíð 2017.

 

Sunnudagsleiðsögn: Guðmundur Ingólfsson 29.10.2017 14:00 - 15:00

Sunnudaginn 29. október kl. 14 segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari frá sýningunni Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967 - 2017.

Guðmundur Ingólfsson er meðal fremstu ljósmyndara sinnar kynslóðar á Íslandi. Guðmundur hefur notið þess að ljósmynda á eigin vegum og á stórar filmur, landslag og byggð. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar og í myndum teknum í úthverfum og í Kvosinni - af sjoppum og af mannlífi - birtast breytingar sem sýna þróun byggðar. Sýningin veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmyndaferil Guðmundar Ingólfssonar. 

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestrar Listfræðafélags Íslands 4.10.2017 12:00 - 13:00 Safnahúsið við Hverfisgötu 1.11.2017 12:00 - 13:00 Safnahúsið við Hverfisgötu 6.12.2017 12:00 - 13:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Líkt  og undanfarin ár mun Listfræðafélagið standa  fyrir almennum fyrirlestrum um myndlist í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Markmiðið er að kynna rannsóknir félagsmanna á straumum og stefnum í íslenskri myndlist.

Lesa meira
 
safnahúsið

Tveir fyrir einn í Safnahúsið 1.10.2017 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu 5.11.2017 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu 3.12.2017 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði er 2 fyrir 1 af aðgangseyri í Safnahúsið við Hverfisgötu. Frábært tækifæri að koma og skoða sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim. Miði í Safnahúsið gildir einnig í Þjóðminjasafn Íslands.

Lesa meira
 
Mynd-2-og-3

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni 5.11.2017 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 5.nóvember kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. 

Lesa meira
 

Áttu forngrip í fórum þínum? 5.11.2017 14:00 - 16:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Sunnudaginn 5. nóvember kl. 14-16 gefst fólki kostur á að koma með eigin gripi til greiningar hjá sérfræðingum Þjóðminjasafns Íslands. Greiningin er ókeypis og fer fram í fyrirlestrasal safnsins á 1. hæð. Fólk er beðið að taka númer í móttöku safnsins. Á tjaldi í fyrirlestrasal er sýnt fræðsluefni um meðhöndlun gripa inni á heimilinu. Athugið að hámarksfjöldi gripa til greiningar eru 3 hlutir á mann.

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Guðmundur Ingólfsson. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967–2017 7.11.2017 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 12 flytur Guðmundur Ingólfsson, ljósmyndari erindi um sýninguna Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967–2017.

Lesa meira
 

Tveir fyrir einn í Þjóðminjasafnið 17.9.2017 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu 15.10.2017 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu 19.11.2017 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu 17.12.2017 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

2 fyrir 1 af aðgangseyri í Þjóðminjasafn Íslands. Opið frá kl. 10 - 17.

Lesa meira
 

Fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 19.11.2017 14:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 19. nóvember kl. 14 er fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira
 

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Marianne Guckelsberger og Marled Mader 21.11.2017 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 12 flytja Marianne Guckelsberger og Marled Mader erindi um sýninguna Bláklædda konan. Ný rannsókn á fornu kumli.

Lesa meira
 

Grýla og Leppalúði ásamt Hildi Kristínu 10.12.2017 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 10. desember klukkan 14 skemmta Grýla og Leppalúði gestum Þjóðminjasafnsins ásamt söngkonunni Hildi Kristínu Stefánsdóttur.

Lesa meira
 

Jólasveinar í Þjóðminjasafninu 12.12.2017 - 24.12.2017 11:00 - 12:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Íslensku jólasveinarnir líta við á Þjóðminjasafninu á hverjum degi kl. 11
frá 12. desember til 24. desember. Allir velkomnir.

Lesa meira
 

Fyrirlestur á ensku um íslenska jólasiði 23.12.2017 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Laugardaginn 23. desember kl. 12 mun Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands halda fyrirlestur um íslenska jólasiði. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. 

Lesa meira