Fyrirsagnalisti

Tveir fyrir einn í Safnahúsið 5 nóv. 2017 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði er 2 fyrir 1 af aðgangseyri í Safnahúsið við Hverfisgötu. Frábært tækifæri að koma og skoða sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim. Miði í Safnahúsið gildir einnig í Þjóðminjasafn Íslands.

Lesa meira
 

Tveir fyrir einn í Þjóðminjasafnið 19 nóv. 2017 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

2 fyrir 1 af aðgangseyri í Þjóðminjasafn Íslands. Opið frá kl. 10 - 17.

Lesa meira
 

Fullveldisleiðsagnir í Þjóðminjasafni Íslands árið 2018 9 sep. 2018 14:00 - 14:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir sérstakri dagskrá á sýningum safnsins á Suðurgötu. Valinkunnir einstaklingar, sem þekktir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins, veita leiðsögn og ræða við safngesti um hugðarefni sín. #fullveldi1918

Lesa meira
 

„Ísland fyrir Íslendinga“: Áhrif fullveldis 1918 á efnahagslega þjóðernisstefnu 2 mar. 2018 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Hádegisfyrirlestur á vegum Minja og sögu verður haldin í Þjóðminjasafni Íslands föstudaginn 2. mars kl. 12. Fyrirlesari er Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði.

Lesa meira
 

Áttu ljósmynd í fórum þínum? 4 mar. 2018 14:00 - 16:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Næstkomandi sunnudag býður Þjóðminjasafn Íslands fólki að koma með ljósmyndir í skoðun og greiningu hjá sérfræðingum Ljósmyndasafns Íslands.

Lesa meira
 

Menning í Múlakoti 7 mar. 2018 12:00 - 13:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Ásta Friðriksdóttir listfræðingur flytur fyrirlesturinn Menning í Múlakoti. Gróðrastöð lista á fyrri hluta 20. aldar, í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 7. mars milli kl. 12 - 13.

Lesa meira
 

Leiðsögn: Magnús Gottfreðsson, prófessor 11 mar. 2018 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, veitir gestum Þjóðminjasafnsins innsýn í smitsjúkdóma og meðhöndlun sjúklinga hér á landi frá svartadauða á miðöldum til dagsins í dag. 

Lesa meira
 

Þjóðbúningadagur í Safnahúsinu 11 mar. 2018 14:00 - 16:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Þjóðbúningadagur verður haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu sunnudaginn 11. mars kl. 14 -16. Almenningur er hvattur til að draga fram þjóðbúninga af öllu tagi, klæðast þeim og koma og sýna sig og sjá aðra. Það er Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavíkur og Þjóðminjasafn Íslands sem boðar til samkomunar. 

Lesa meira
 

Umbreytingar 13 mar. 2018 - 18 mar. 2018 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Röð teikninga þar sem sýndar eru módernískar byggingar í Reykjavík sem hefur verið umbreytt á síðustu árum og áratugum. Eru þær betri eða verri fyrir vikið?

Lesa meira
 

Morgunhugleiðing um arkitektúr 16 mar. 2018 9:00 - 10:30 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Arkitektafélag Íslands, SAMARK, Listaháskóli Íslands, Hönnunarmiðstöð og Samtök iðnaðarins bjóða til morgunhugleiðingar um arkitektúr í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, föstudaginn 16. mars, kl. 9:00–10:30.

Lesa meira
 

Annað samtal 16 mar. 2018 - 18 mar. 2018 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Að eiga samtal getur verið áhrifaríkt, skipst er á skoðunum og oft kveikt á hugmyndum. Ef málin eru rædd oftar en einu sinni koma oft nýjir hlutir í ljós. Sýningin er sjónrænt samtal sem ræðir við gesti um form, notkunargildi og efnivið þar sem handföng eiga oftar en ekki síðasta orðið. Sýningin opnar 16. mars kl. 15:00.

Lesa meira
 

Runes: The Icelandic Book of Fuþark 16 mar. 2018 - 18 mar. 2018 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Runes: The Icelandic Book of Fuþark er samantekt á þremur kerfum rúnaleturs sem hafa verið í notkun hér á landi. Saga og merking rúnanna er rakin í bókinni, en formgerð þeirra er einnig sett í nútímalegt samhengi og hver rún teiknuð upp í samræmdu letri sem er í takt við nútímaleturhönnun.

Lesa meira
 

Málþing um sýningarhönnun 17 mar. 2018 14:00 - 16:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Laugardaginn 17. mars kl. 14. - 16 verður málþing um sýningarhönnun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Málþingið er hluti af dagskrá HönnunarMars. 

Lesa meira
 

Leiðsögn um Sjónarhorn með sérfræðingi Ljósmyndasafns Íslands 25 mar. 2018 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 25. mars kl. 14 veitir Inga Lára Baldvinsdóttir, sérfræðingur í Ljósmyndasafni Íslands, leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim.  Leiðsögnin verður um þátt ljósmynda á sýningunni.

Lesa meira