Viðburðir framundan

Alþjóðlegi safnadagurinn

2 fyrir 1 af aðgangseyri í Þjóðminjasafn Íslands

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí 2018. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum. Yfirskriftin þetta árið er ofurtengd söfn: ný nálgun, nýir gestir.

Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins verður 2 fyrir 1 tilboð á aðgangseyri í Þjóðminjasafn Íslands. 

Í Myndasal er sýningin Langa blokkin í Efra Breiðholti og á Vegg er sýningin Fornar verstöðvar.  Í Bogasal er sýningin Prýðileg reiðtygi og sýningin Dysnes: Heiðnar grafir í nýju ljósi er fyrir framan grunnsýninguna Þjóð verður til. Einnig er hægt að koma við í safnbúð og á kaffihúsinu Kaffitár. 

Samfélag nútímans býr yfir fjölmörgum og ólíkum samskiptaleiðum. Hugtakið ofurtengslamyndun (e. hyperconnectivity) var sett fram árið 2001 og merkir þær fjölmörgu samskiptaleiðir sem okkur standa til boða. Leiðirnar breytast og verða flóknari með hverjum degi. Í tilefni af safnadeginum er upplagt að merkja myndir og færslur með myllumerkinu #safnadagurinn og #MuseumDay  á instagram, twitter og facebook.

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). 35.000 söfn í 140 löndum taka þátt. Nánar er hægt að lesa um Alþjóðlega safnadaginn á síðu Félags íslenskra safna og safnmanna , FÍSOS og á síðu International Council of Museums, ICOM.

Verið öll hjartanlega velkomin í Þjóðminjasafn Íslands.