Viðburðir framundan

Christopher Taylor og Cole Barash

Christopher Taylor og Cole Barash kynna ljósmyndasýningar sínar og árita bækur. 

Ljósmyndaýningarnar Steinholt - saga af uppruna nafna eftir Christopher Taylor og Grímsey eftir Cole Barash eru opnaðar laugardaginn 11. febrúar kl. 15 í Myndasal og á Vegg Þjóðminjasafns Íslands. 

Á árinu 2017 kom út bókin Steinholt með ljósmyndum Christophers Taylors. Í bókina rita Monica Dematté og Christopher sjálfur. Árið 2015 kom út ljósmyndabók Cole Barash, Grímsey.

Sunnudaginn 12. febrúar kl. 14-16 verða Christopher Taylor og Cole Barash í Myndasal Þjóðminjasafnsins, kynna verkin og árita bækur.