Viðburðir framundan

Fjölskylduleiðsögn með Stjörnu-Sævari

Stjörnu-Sævar gengur um sýningarsali í Safnahúsinu með gestum og segir frá ýmsu merkilegu um jörðina og sólkerfið út frá völdum myndum og gripum sem má sjá á sýningunni Sjónarhorn. 

Leiðsögnin er fyrir krakka og fullorðnir fylgifiskar hafa áreiðanlega líka gaman af henni. Verið öll velkomin, leiðsögnin er ókeypis.