Viðburðir framundan
  • Fjölskyldustund

Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum

Í tilefni af vetrarfríi í grunnskólum landsins er frítt inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum í Þjóðminjasafnið og Safnahúsið við Hverfisgötu.

Á Þjóðminjasafninu er tilvalið að skella sér í skemmtilega ratleiki um safnið og finna spennandi muni úr fortíðinni. Á safninu er líka hægt að fara í skemmtimenntunarherbergið og klæða sig í búninga og bregða á leik. Kaffihúsið Kaffitár er á staðnum. 

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu er margt fróðlegt að sjá.  Þar er t.d. vængjuð vera sem kallast Fróðildi. Hún merkir staðina þar sem börn og fjölskyldur geta leyst þrautir saman, handfjatlað eitthvað, skoðað nánar, leikið sér eða slakað á og haft það notalegt á sýningunni Sjónarhorn.  Kaffihúsið Julia & Julia er á staðnum með gómsætar kökur.