Viðburðir framundan

Leiðsögn: Trausti Jónsson veðurfræðingur

Vaðið um veðurfarssöguna

 Trausti Jónsson veðurfræðingur mun segja frá hugmyndum um veðurfar liðinna alda og upphafi skipulegra veðurathugana.  

Gengið verður um grunnsýningu safnsins, Þjóð verður til og staldrað við á ýmsum stöðum sem tengjast veðurfari og veðurathugunum. Meðal annars verður fjallað um átök veðurs og þjóðar auk breytinga með tilkomu fjarskipta og alþjóðasamskipta.  

Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir sérstakri dagskrá á sýningum safnsins á Suðurgötu. Valinkunnir einstaklingar, sem þekktir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins, veita leiðsögn og ræða við safngesti um hugðarefni sín. Dagskrána má nálgast hér. 


Leiðsögnin fer fram á íslensku og er ókeypis. Verið öll velkomin.

#fullveldi1918