Viðburðir framundan

Hátíðarhittingur Söguhrings kvenna

Söguhringi kvenna er boðið í heimsókn í Þjóðminjasafn Íslands að sjá sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. 

Sunnudaginn 10. desember kl. 13  verður sérfræðingur Þjóðminjasafns Íslands með leiðsögn um sýninguna fyrir Söguhring kvenna.  Á sýningunni er skemmtilegt þátttökuverk og hver og ein fær tækifæri til að velta fyrir sér hversu þverþjóðleg hún er. Endilega takið börnin með. Grýla og Leppalúði skemmta í safninu kl. 14 og söngkonan Hildur tekur nokkur lög með börnunum.

Kaffitár býður uppá kaffi og með því. Heitt súkkulaði fyrir börnin.

Allar konur velkomnar! Aðgangur er ókeypis.