Nánar um jólasveinana

„Ísland fyrir Íslendinga“: Áhrif fullveldis 1918 á efnahagslega þjóðernisstefnu

Fram að heimsstyrjöldinni fyrri var Ísland opið land í efnahagslegu tilliti og í hópi þeirra Evrópulanda sem aðhylltust frjálsa verslun. Flytja mátti vörur, fjármagn og vinnuafl nánast óhindrað inn og út úr landinu. Eftir styrjöldina var annað hljóð komið í strokkinn því nú sótti verndarstefna á undir herópinu Ísland fyrir Íslendinga. Í erindinu ræðir Guðmundur Jónsson um ástæður þessarar kúvendingar í átt að efnahagslegri þjóðernisstefnu og hvaða þátt stofnun fullveldis 1918 átti í henni.

 Guðmundur Jónsson er prófessor í sagnfræði og hefur rannskað fjölbreytileg viðfangsefni í stórnmála- og hagsögu nútímans. Nýverið kom út bókin Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010 á vegum Sagnfræðistofnunar H.Í. sem Guðmundur og fimm aðrir sagnfræðingar hafa ritað. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017. Guðmundur skrifar einn þátt bókarinnar, Smáþjóð á heimsmarkaði, sem fjallar um tímabilið 1914–2010 og styðst fyrirlesturinn við niðurstöður þeirrar rannsóknar.