Viðburðir framundan

Jólasveinaskemmtun

Íslensku jólasveinarnir líta við á Þjóðminjasafninu á hverjum degi kl. 11
frá 12. desember til 24. desember. Verið öll velkomin.

Jólasveinarnir koma hver á fætur öðrum til byggða frá og með 12. desember og heilsa upp á gesti Þjóðminjasafnsins kl. 11 daglega til og með 24. desember. Þessir sveinar klæðast fatnaði af gamla taginu og útskýra kenjar sínar og klæki fyrir börnunum. Sungin eru jólalög, meðal annars vísur Jóhannesar úr Kötlum um þá bræður. Lesa má meira um jólasveinana hér á jólasíðu Þjóðminjasafnsins.

Í tengslum við dagskrána er hægt að skoða sýninguna Sérkenni sveinanna þar sem munir úr torfbænum eru tengdir heiti hvers jólasveins.

Jólakattarratleikur liggur frammi í anddyri fram yfir áramót. Hann er skemmtilegur kostur fyrir fjölskyldur og hópa.

Stekkjarstaur

Kemur í Þjóðminjasafnið 12. desember kl. 11

Giljagaur
Kemur í Þjóðminjasafnið 13. desember kl. 11

Stúfur
Kemur í Þjóðminjasafnið 14. desember kl. 11

Þvörusleikir
Kemur í Þjóðminjasafnið 15. desember kl. 11

Pottaskefill
Kemur í Þjóðminjasafnið 16. desember kl. 11

Askasleikir
Kemur í Þjóðminjasafnið 17. desember kl. 11

Hurðaskellir
Kemur í Þjóðminjasafnið 18. desember kl. 11

Skyrgámur
Kemur í Þjóðminjasafnið 19. desember kl. 11

Bjúgnakrækir
Kemur í Þjóðminjasafnið 20. desember kl. 11

Gluggagægir
Kemur í Þjóðminjasafnið 21. desember kl.11

Gáttaþefur
Kemur í Þjóðminjasafnið 22. desember kl. 11

Ketkrókur
Kemur í Þjóðminjasafnið 23. desember kl. 11

Kertasníkir
Kemur í Þjóðminjasafnið 24. desember kl. 11