Viðburðir framundan

Jólasveinar í Þjóðminjasafni

Jólasveinarnir skemmta börnum í Þjóðminjasafninu daglega eins og venjulega frá því þeir fara að koma til byggða. Skemmtunin stendur yfir frá kl. 11-12.
Allir hjartanlega velkomnir. 

Íslensku jólasveinarnir eru hrekkjóttir pörupiltar sem eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaveröld en í Þjóðminjasafninu finnst þeim alveg dásamlegt að vera því þar er svo mikið af þjóðlegu dóti sem þeir kunna að meta. 

12. desember kl. 11: Stekkjarstaur
13. desember kl. 11: Giljagaur
14. desember kl. 11: Stúfur
15. desember kl. 11: Þvörusleikir
16. desember kl. 11: Pottaskefill
17. desember kl. 11: Askasleikir
18. desember kl. 11: Hurðaskellir
19. desember kl. 11: Skyrgámur
20. desember kl. 11: Bjúgnakrækir
21. desember kl. 11: Gluggagægir
22. desember kl. 11: Gáttaþefur
23. desember kl. 11: Ketkrókur
24. desember kl. 11: Kertasníkir

Allir velkomnir, ókeypis aðgangur. Hópar eru beðnir að bóka heimsóknir á jólasveinadagskrá hjá kennsla@thjodminjasafn.is.