Viðburðir framundan

Sérfræðileiðsögn um sýninguna Prýðileg reiðtygi

Sunnudaginn 8. apríl kl. 14 veitir Lilja Árnadóttir, sviðstjóri í munasafni í Þjóðminjasafni Íslands leiðsögn um sýninguna Prýðileg reiðtygi. Sýningin var opnuð í Bogasal þann 24. febrúar 2018 og stendur yfir til 21 október 2018. Sýningarhöfundur er Lilja Árnadóttir. 

Á sýningunni Prýðileg reiðtygi er úrval skreyttra söðla, söðulreiða og söðuláklæða úr safneign Þjóðminjasafns Íslands. Í tengslum við sýninguna gaf Þjóðminjasafn Íslands út samnefnt rit þar sem fjallað er um söðla og það handverk sem notað var til að prýða þá. 

Leiðsögnin er ókeypis.

Nánar um sýninguna hér.