Viðburðir framundan

Málþing í minningu Kristjáns Eldjárn - Minjavarsla

Föstudaginn 8. desember kl. 13 verður árlegt málþing Félags fornleifafræðinga haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Minjastofnun Íslands. Þema málþingsins er "Minjavarsla" og tengist efnið þeim greinum sem birtar verða í Ólafíu, riti Félags fornleifafræðinga, á næsta ári, þ.e. fyrirlesarar munu skrifa greinar um sama efni í Ólafíu.

Dagskrá: 

13:00 – Sólrún Inga Traustadóttir, formaður Félags fornleifafræðinga, setur málþingið

13:10 - Agnes Stefánsdóttir og Ármann Guðmundsson. „Fornleifauppgröftur og hvað svo?“ 

13:30 - Oddgeir Isaksen. „Minjavefsjá Minjastofnunar. Þróun, virkni og framtíðarsýn.“

13:50 - Birna Lárusdóttir og Birkir Einarsson. „Verndarsvæði á Siglufirði: rýnt í myndir, hús og malbik.“

14:10 - Guðmundur Stefán Sigurðarson. „Menningarminjar og náttúruvá.“

14:30 - Sólrún Inga Traustadóttir og Eva Kristín Dal. „Með virðingu fylgir vernd. Hvernig er hægt að auka minjavitund almennings?“

14:50 - Kaffihlé

15:10 - Pallborð – fyrirlesarar og ritnefnd Ólafíu – „Minjavarsla“

16:00 – Málþingi slitið

Verið öll velkomin.