Viðburðir framundan

Opnun sýningarinnar Barnasáttmálinn rokkar, já hann er okkar!

Á Barnamenningarhátíð sýnir Þjóðminjasafn Íslands litríkar styttur eftir börn í 6. bekk í Ingunnarskóla. Hvert og eitt kynntu þau sér innihald Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og völdu sér ákveðin réttindi til að tjá með styttunni sinni.

Markmiðið var að nemendurnir áttuðu sig á að öll börn eiga að njóta sömu réttinda, óháð því hver þau eru, hvar þau búa eða hvernig þau líta út. Ásdís Kalman, listgreinakennari við Ingunnarskóla, stýrði verkefninu. Herdís Ágústa Linnet, sem situr í ungmennaráði Barnaheilla, opnar sýninguna þann 17. apríl kl. 13:00. Við það tækifæri syngja nemendurnir frumsamið lag um Barnasáttmálann. Sýningin er opin daglega frá 17.– 22. apríl frá kl. 10 – 17. Verið öll velkomin, aðgangur að sýningunni er ókeypis.