Viðburðir framundan

Reynið ykkur við drifsmíði

Smiðja á sumardaginn fyrsta með sýningunni Prýðileg reiðtygi

Reynið ykkur við drifsmíði í smiðju fyrir gesti og gangandi. Verkefnið er skemmtilegt fyrir allan aldur og gott fyrir unga sem aldna að spreyta sig saman.

Reynið ykkur við drifsmíði í smiðju fyrir gesti og gangandi á Sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl 2018 kl. 14.00 til kl. 16.00.

Prýðileg reiðtygi
Knapar lögðu upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði. Skreyttur söðull með viðeigandi búnaði var verðmæt eign. Á fyrri öldum sátu konur í kvensöðli með báða fætur öðrum megin; þær riðu kvenveg. Karlar riðu klofvega í sínum söðli. 

Á sýningunni Prýðileg reiðtygi er úrval skreyttra söðla, söðulreiða og söðuláklæða úr safneign Þjóðminjasafns Íslands.